Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 18:45 Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri. Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri.
Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57
Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15
Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20