Lagerbäck: Strákarnir væla hvorki né kvarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2013 15:51 Lars Lagerbäck ræðir við landsliðsmenn á æfingunni í Kópavogi í dag. Mynd/Vilhelm „Það vælir enginn. Engar kvartanir,“ segir Lars Lagerbäck um viðhorf íslensku landsliðsmannanna í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Íslands er í viðtali við Guardian sem líkt og svo margir fjölmiðlar klóra sér í kollinum yfir þeirri staðreynd að litla Íslands sé umspilsleikjum frá sæti á heimsmeistaramótinu. Aðspurður um viðhorf íslensku leikmannanna segir hann frá fyrrnefndu vælleysi sem hann fagnar. „Líttu á ferðalög okkar sem dæmi. Við erum ekki ríkasta knattspyrnusambandið svo stundum eru ferðalögin óþarflega flókin. Einu sinni þurftum við að bíða í sex klukkustundir í London eftir flugvél og enginn sagði orð,“ segir Lagerbäck og rifjar upp ferðalag Íslands til Kýpur í undankeppninni.Yakubu klúðrar dauðafæri í viðureign Nígeríu og Suður-Kóreu á HM 2010.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian bendir á þá staðreynd að Lagerbäck sé að öllum líkindum besti landsliðsþjálfari álfunnar síðastliðin fimmtán ár. Hann kom Svíum á fimm stórmót í röð og hefði Yakubu Ayegbeni ekki klúðrað fyrir opnu marki af tveggja metra færi hefði Nígería komist í 16 liða úrslitin á HM 2010. Þegar hann hafi tekið við Íslandi var liðið lakara en Liechtenstein samkvæmt styrkleikalista FIFA. Nú sé liðið umspilsleikjum gegn Króötum frá sæti í lokakeppni HM. Ísland yrði fámennasta þjóðin í sögunni til að komast þangað. „Knattspyrnusambandið hafði engin skýr markmið þegar ég tók við. Það var aldrei rætt um að ég ætti að koma liðinu í umspil eða ná neinum ákveðnum árangri,“ rifjar Svíinn upp. „Ég hefði hins vegar aldrei tekið starfið að mér hefði ég ekki talið möguleika á því,“ segir sá sænski. Hann rifjar upp sterkt 21 árs landslið Íslands sem komst í lokakeppni EM sumarið 2011. Liðið sé nú kjarni A-landsliðsins.Ragnar Sigurðsson gerir sig kláran í æfingu dagsins í Kópavoginum.Mynd/VilhelmLagerbäck segir liðið ekki hafa neinu að tapa gegn Króötum. „Auðvitað yrðu það gríðarleg vonbrigði ef við kæmumst ekki til Brasilíu fyrst við erum svo nærri. En þetta er win-win staða að mínu mati,“ segir Lagerbäck. „Það voru hvorki margir utan Íslands né á Íslandi sem höfðu trú á að við gætum komist svo langt. Jafnvel þótt væntingarnar hafi aukist í undankeppninni,“ segir Lagerbäck. Svíinn segist hafa lært mikið í starfi sínu sem þjálfari Nígeríu. Sérstaklega utan vallar. „Ég þurfti að hegða mér öðruvísi í leiðtogahlutverkinu. Þeir voru afar viðkvæmir fyrir gagnrýni og ég gat ekki gagnrýnt neinn fyrir framan allan hópinn,“ segir Lagerbäck. Hann segir engin leyndarmál varðandi það hvernig hann vinni vinnuna sína og nái árangri.Eiður Smári á æfingu landsliðsins í dag.Mynd/Vilhelm„Hjá öllum liðum sem ná árangri, ef frá er talinn góður hópur leikmanna, skiptir mestu að leikmenn þekki hlutverk sín og planið sé skýrt,“ segir Svíinn. Séu lið eins og Spánn og Barcelona skoðuð þá er ljóst að hugmyndafræðin sé afar skýr. Allir vita hvernig liðið á að spila. Lagerbäck segir það ekki há sér að kunna ekki íslensku. Hann tali mikið ensku en notist einnig við sænskuna. „Fjölmargir þeirra skilja norrænt mál. Ég tala sænsku við suma leikmenn í einrúmi en yfir hópinn þá tala ég ensku.“ Lagerbäck fagnar viðhorfi Eiðs Smára Guðjohnsen sem hann segir hafa mikinn leikskilning. Hann hafi komið sterkur inn í hópinn seinna árið eftir erfið meiðsli. „Síðan þá hefur hann verið afar fagmannlegur, jákvæður innan hópsins og hefur rosalega gott auga fyrir spili.“Gylfi Þór Sigurðsson á æfingunni í dag.Mynd/VilhelmLagerbäck heldur ekki vatni yfir Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann telur að sá sparkvissi geti náð langt á ferli sínum. „Hann hefur verið stórkostlegur í haust. Hann hefur verið stöðugt góður í undankeppninni en stigið stórt skref nú í haust. Hann er einstakur leikmaður þegar hann er miðsvæðis, staða sem hann fær ekki að spila hjá Tottenham, en hann er algjörlega frábær leikmaður,“ segir Lagerbäck. Hann minnist sérstaklega á vinnusemi hans og níutíu mínúturnar sem hann spilar fyrir Íslands hönd séu gulls ígildi. Lagerbäck er spurður út í króatíska liðið og nýjan þjálfara þess, Niko Kovac. Lagerbäck þekkir aðeins til Kovac en hann telur úrslitin í undanförnum leikjum líklega gera það að verkum að andrúmsloftið í leikmannahópnum sé ekki sérstakt. „Ég held að fótboltalega séð sé það ekki kostur að skipta um þjálfara þegar aðeins fjórar eða fimm æfingar eru til stefnu fyrir leik. Hann getur ekki gert það miklar breytingar á svo stuttum tíma.“Fjölmargar myndir frá æfingu landsliðsins á Kópavogsvelli í dag má sjá hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
„Það vælir enginn. Engar kvartanir,“ segir Lars Lagerbäck um viðhorf íslensku landsliðsmannanna í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Íslands er í viðtali við Guardian sem líkt og svo margir fjölmiðlar klóra sér í kollinum yfir þeirri staðreynd að litla Íslands sé umspilsleikjum frá sæti á heimsmeistaramótinu. Aðspurður um viðhorf íslensku leikmannanna segir hann frá fyrrnefndu vælleysi sem hann fagnar. „Líttu á ferðalög okkar sem dæmi. Við erum ekki ríkasta knattspyrnusambandið svo stundum eru ferðalögin óþarflega flókin. Einu sinni þurftum við að bíða í sex klukkustundir í London eftir flugvél og enginn sagði orð,“ segir Lagerbäck og rifjar upp ferðalag Íslands til Kýpur í undankeppninni.Yakubu klúðrar dauðafæri í viðureign Nígeríu og Suður-Kóreu á HM 2010.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian bendir á þá staðreynd að Lagerbäck sé að öllum líkindum besti landsliðsþjálfari álfunnar síðastliðin fimmtán ár. Hann kom Svíum á fimm stórmót í röð og hefði Yakubu Ayegbeni ekki klúðrað fyrir opnu marki af tveggja metra færi hefði Nígería komist í 16 liða úrslitin á HM 2010. Þegar hann hafi tekið við Íslandi var liðið lakara en Liechtenstein samkvæmt styrkleikalista FIFA. Nú sé liðið umspilsleikjum gegn Króötum frá sæti í lokakeppni HM. Ísland yrði fámennasta þjóðin í sögunni til að komast þangað. „Knattspyrnusambandið hafði engin skýr markmið þegar ég tók við. Það var aldrei rætt um að ég ætti að koma liðinu í umspil eða ná neinum ákveðnum árangri,“ rifjar Svíinn upp. „Ég hefði hins vegar aldrei tekið starfið að mér hefði ég ekki talið möguleika á því,“ segir sá sænski. Hann rifjar upp sterkt 21 árs landslið Íslands sem komst í lokakeppni EM sumarið 2011. Liðið sé nú kjarni A-landsliðsins.Ragnar Sigurðsson gerir sig kláran í æfingu dagsins í Kópavoginum.Mynd/VilhelmLagerbäck segir liðið ekki hafa neinu að tapa gegn Króötum. „Auðvitað yrðu það gríðarleg vonbrigði ef við kæmumst ekki til Brasilíu fyrst við erum svo nærri. En þetta er win-win staða að mínu mati,“ segir Lagerbäck. „Það voru hvorki margir utan Íslands né á Íslandi sem höfðu trú á að við gætum komist svo langt. Jafnvel þótt væntingarnar hafi aukist í undankeppninni,“ segir Lagerbäck. Svíinn segist hafa lært mikið í starfi sínu sem þjálfari Nígeríu. Sérstaklega utan vallar. „Ég þurfti að hegða mér öðruvísi í leiðtogahlutverkinu. Þeir voru afar viðkvæmir fyrir gagnrýni og ég gat ekki gagnrýnt neinn fyrir framan allan hópinn,“ segir Lagerbäck. Hann segir engin leyndarmál varðandi það hvernig hann vinni vinnuna sína og nái árangri.Eiður Smári á æfingu landsliðsins í dag.Mynd/Vilhelm„Hjá öllum liðum sem ná árangri, ef frá er talinn góður hópur leikmanna, skiptir mestu að leikmenn þekki hlutverk sín og planið sé skýrt,“ segir Svíinn. Séu lið eins og Spánn og Barcelona skoðuð þá er ljóst að hugmyndafræðin sé afar skýr. Allir vita hvernig liðið á að spila. Lagerbäck segir það ekki há sér að kunna ekki íslensku. Hann tali mikið ensku en notist einnig við sænskuna. „Fjölmargir þeirra skilja norrænt mál. Ég tala sænsku við suma leikmenn í einrúmi en yfir hópinn þá tala ég ensku.“ Lagerbäck fagnar viðhorfi Eiðs Smára Guðjohnsen sem hann segir hafa mikinn leikskilning. Hann hafi komið sterkur inn í hópinn seinna árið eftir erfið meiðsli. „Síðan þá hefur hann verið afar fagmannlegur, jákvæður innan hópsins og hefur rosalega gott auga fyrir spili.“Gylfi Þór Sigurðsson á æfingunni í dag.Mynd/VilhelmLagerbäck heldur ekki vatni yfir Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann telur að sá sparkvissi geti náð langt á ferli sínum. „Hann hefur verið stórkostlegur í haust. Hann hefur verið stöðugt góður í undankeppninni en stigið stórt skref nú í haust. Hann er einstakur leikmaður þegar hann er miðsvæðis, staða sem hann fær ekki að spila hjá Tottenham, en hann er algjörlega frábær leikmaður,“ segir Lagerbäck. Hann minnist sérstaklega á vinnusemi hans og níutíu mínúturnar sem hann spilar fyrir Íslands hönd séu gulls ígildi. Lagerbäck er spurður út í króatíska liðið og nýjan þjálfara þess, Niko Kovac. Lagerbäck þekkir aðeins til Kovac en hann telur úrslitin í undanförnum leikjum líklega gera það að verkum að andrúmsloftið í leikmannahópnum sé ekki sérstakt. „Ég held að fótboltalega séð sé það ekki kostur að skipta um þjálfara þegar aðeins fjórar eða fimm æfingar eru til stefnu fyrir leik. Hann getur ekki gert það miklar breytingar á svo stuttum tíma.“Fjölmargar myndir frá æfingu landsliðsins á Kópavogsvelli í dag má sjá hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira