Stofna umhverfissjóð til verndar Laugavegi Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 12:07 Þúsund krónur eru nefndar sem upphæð umhverfisgjaldsins. Ef þeir sem ganga Laugaveginn greiða það gjald væru árlegar tekjur sex til átta milljónir króna. Mynd/Hreinn Óskarsson Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira