Það mun koma í hlut gömlu kempunnar Jose Pinto að verja mark Barcelona næstu vikurnar því Victir Valdes er meiddur og spilar líklega ekki meira á þessu ári.
Valdes meiddist í landsleik Spánverja og Suður-Afríku á þriðjudag. Hann var að hreinsa frá marki er hann meiddist í kálfanum.
Spánverjar settu þá Pepe Reina í markið þó svo þeir hefðu verið búnir með skiptingarnar sínar. Var lítil ánægja með þá ákvörðun.
Læknar Barcelona segja að markvörðurinn verði frá í um sex vikur. Hann getur því farið að versla jólagjafirnar.
Hinn 38 ára gamli Pinto hefur verið hjá Barcelona í sex ár og aðeins leikið 24 deildar- og Meistaradeildarleiki á þeim tíma. Hann fær þó reglulega að spila í bikarnum.
Valdes farinn í jólafrí vegna meiðsla

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn




