Mamma Eiðs Smára: Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2013 20:21 Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira