Mamma Eiðs Smára: Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2013 20:21 Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira