Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur útilokað þann möguleika að sóknarmaðurinn Alvaro Morata verði lánaður eftir áramót.
Morata hefur verið sterklega orðaður við Arsenal en ítölsk félög eru einnig sögð hafa áhuga á kappanum.
„Það eru einhver félög sem hafa áhuga en þetta mál hefur verið afgreitt. Morata verður hjá okkur því við þurfum leikmenn eins og hann þetta tímabilið,“ sagði Ancelotti.
Morata hefur þó aðeins verið einu sinni í byrjunarliði Real Madrid á tímabilinu en níu sinnum komið við sögu sem varamaður. „Þrátt fyrir að hann hafi lítið spilað hef ég mikla trú á honum,“ bætti Ancelotti við.
Morata verður ekki lánaður
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti




Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



