Gylfi Þór hélt leyndarmálinu fyrir sína allra nánustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 22:03 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Arnþór „Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
„Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira