Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun