Afnám verð- tryggingarinnar Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2013 06:00 Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtryggingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosningavarningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimilanna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkisstjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verðtrygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuuppbyggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boðlegt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum aðgerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta framtíðarsýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtryggingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosningavarningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimilanna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkisstjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verðtrygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuuppbyggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boðlegt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum aðgerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta framtíðarsýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun