Reddar ríkið því? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. janúar 2013 06:00 Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum. Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofnun, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög, safnaði peningum fyrir aðra. Þar gleymdi þingmaðurinn ýmsum grundvallarstaðreyndum málsins, eins og þeirri að þjóðkirkjan er í lögum skilgreind sem sjálfstætt trúfélag. Sömuleiðis að ríkið hefur haldið eftir hluta af sóknargjöldunum, sem það innheimtir bæði fyrir þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta. Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun. Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endurnýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar? Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka velferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félagskerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi, sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri. Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknarfélaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun. Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar- og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verðskuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að færri haldi að ríkið reddi þessu bara.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun