Jarðskjálftinn á Haítí 12. janúar 2013 06:00 Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun