Opinber ummæli og ábyrgð Toshiki Toma skrifar 22. janúar 2013 06:00 Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem væri að leita hælis á Íslandi væri ekki hælisleitendur í raun og ætlaði sér að vinna ólöglega eða hefði í huga annan tilgang en hælisleit. Hún hélt áfram: „Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grunsemdir um að þeir væru að njóta „asylum shopping“ hérlendis. Mér skilst að eftirlit með dvöl útlendinga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL skoði mál um hælisleitendur út frá fagmannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur að skoða mál með tilliti til pólitískra hagsmuna og frjáls félagasamtök eða aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skilningur er fyrir hendi getum við borið virðingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem við sjáum ekki og öfugt. Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki að njóta „asylum shopping“ á Íslandi. Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskilin í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef ekki sannanir en að safna sönnunargögnum er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég – rétt eins og aðrir aðilar með mannúðarsjónarmið – að vera með hælisleitendum á biðtíma með því að stappa í þá stálinu þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika sagnanna. Mér sýnist ummæli forstjórans komin langt út fyrir ramma hlutverks stofnunarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem hún ber í vandasamri stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða ímynd fyrirfram af sínum eigin skjólstæðingum eyðileggur það forsendur samfélagsins er varða málefni hælisleitenda. Þá langar mig að spyrja hvort ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættinum séu í sátt við opinbera ábyrgð hennar? Er þetta í lagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fyrir helgina vöktu ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), talsverða athygli. Hún talaði í þætti á RÚV og sagði að fólk sem væri að leita hælis á Íslandi væri ekki hælisleitendur í raun og ætlaði sér að vinna ólöglega eða hefði í huga annan tilgang en hælisleit. Hún hélt áfram: „Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Hún benti einnig á grunsemdir um að þeir væru að njóta „asylum shopping“ hérlendis. Mér skilst að eftirlit með dvöl útlendinga í landinu sé hlutverk ÚTL. Því finnst mér það óhjákvæmilegt að ÚTL skoði mál um hælisleitendur út frá fagmannlegu sjónarmiði. Ráðuneytið hlýtur að skoða mál með tilliti til pólitískra hagsmuna og frjáls félagasamtök eða aðilar munu horfa á mál með hliðsjón af mannúðarsjónarmiðum og á það t.d. við um mig. Ef slíkur gagnkvæmur skilningur er fyrir hendi getum við borið virðingu fyrir öðrum sem hafa aðra skoðun en við sjálf. ÚTL gæti séð eitthvað sem við sjáum ekki og öfugt. Ég þekki nokkra hælisleitendur og hef hlustað á þá. Og ég tel að þeir séu ekki að njóta „asylum shopping“ á Íslandi. Ég trúi sögu þeirra þegar þeir tala um ofsóknir sem þeir hafa mætt eða um eigin fjölskyldu eða börn sem eru aðskilin í heimalandinu. Já, einmitt. Ég hef ekki sannanir en að safna sönnunargögnum er ekki mitt hlutverk. Og því reyni ég – rétt eins og aðrir aðilar með mannúðarsjónarmið – að vera með hælisleitendum á biðtíma með því að stappa í þá stálinu þangað til ÚTL rannsakar áreiðanleika sagnanna. Mér sýnist ummæli forstjórans komin langt út fyrir ramma hlutverks stofnunarinnar þó að ég taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem hún ber í vandasamri stöðu. Ef ÚTL hefur svona neikvæða ímynd fyrirfram af sínum eigin skjólstæðingum eyðileggur það forsendur samfélagsins er varða málefni hælisleitenda. Þá langar mig að spyrja hvort ummæli forstjóra ÚTL í útvarpsþættinum séu í sátt við opinbera ábyrgð hennar? Er þetta í lagi?
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun