Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2013 07:00 Atvinnuvegaráðherra vill koma á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri um álitaefni norðurslóða. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt. Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt.
Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira