Loftslagsbjörgun fyrir 36 milljarða dollara? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? GGAA-liðið telur 132 milljarða dollara (samtölu talnanna hér á undan) duga til þess að einkafjármagn að upphæð 570 milljarðar dollara fáist til fjárfestingar í umrædd verkefni. Þar með eru komnir þeir rúmu 700 milljarðar dollara sem standa á verðmiða kapphlaupsins. Þarna er m.a. horft til sex milljarðanna í Loftslags-Tæknisjóði Alþjóðabankans. Hver dollari þar dregur aðra átta úr einkageiranum inn í fjárfestingar á þessu sviði, aðallega til grænnar orku, sjálfbærra innviða samfélaga og áætlana um sjálfbæran vöxt. Sérfræðingarnir benda líka á að ríkisvald getur hvatt fjármagnseigendur til verka með tryggingum, ábyrgðum, hvötum og pólitískum aðgerðum. Loftslagsmálin standa og falla með stjórnmálum og efnahagsstefnum. Það er líka löngu ljóst. Hvernig ætli fundir í Davos 2013 afgreiði þetta álit eigin starfsfélags? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? GGAA-liðið telur 132 milljarða dollara (samtölu talnanna hér á undan) duga til þess að einkafjármagn að upphæð 570 milljarðar dollara fáist til fjárfestingar í umrædd verkefni. Þar með eru komnir þeir rúmu 700 milljarðar dollara sem standa á verðmiða kapphlaupsins. Þarna er m.a. horft til sex milljarðanna í Loftslags-Tæknisjóði Alþjóðabankans. Hver dollari þar dregur aðra átta úr einkageiranum inn í fjárfestingar á þessu sviði, aðallega til grænnar orku, sjálfbærra innviða samfélaga og áætlana um sjálfbæran vöxt. Sérfræðingarnir benda líka á að ríkisvald getur hvatt fjármagnseigendur til verka með tryggingum, ábyrgðum, hvötum og pólitískum aðgerðum. Loftslagsmálin standa og falla með stjórnmálum og efnahagsstefnum. Það er líka löngu ljóst. Hvernig ætli fundir í Davos 2013 afgreiði þetta álit eigin starfsfélags?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun