Endurreisn á forsendum jöfnuðar Guðbjartur Hannesson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun