
Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Uppbygging atvinnulífsins
Atvinnuvegafjárfesting á uppleið
Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum.
Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.
Fjárfest fyrir um 200 milljarða
Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.
Orkuöflun og skapandi greinar
Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.
Þúsundir nýrra starfa
Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.
500 milljónir í uppbyggingu
Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.
Fleiri flytja til landsins
Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi.
Skoðun

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar

Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast
Alma D. Möller skrifar

Plastflóðið
Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar

Baráttan á norðurslóðum
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum
Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar