Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Uppbygging atvinnulífsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við stjórn landsins fyrir hartnær fjórum árum voru atvinnumálin þegar sett í forgang. Þörfin var enda brýn, eftir fordæmalaust hrun í íslensku hagkerfi þar sem 15-20 þúsund störf töpuðust. Síðan þá hefur atvinnuleysi minnkað um helming og hefur atvinnulausum fækkað um meira en 10.000. Nú eru fleiri starfandi konur en voru fyrir hrun og er atvinnuþátttaka á Íslandi ein sú mesta í heimi.Atvinnuvegafjárfesting á uppleið Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.Fjárfest fyrir um 200 milljarða Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.Orkuöflun og skapandi greinar Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.Þúsundir nýrra starfa Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.500 milljónir í uppbyggingu Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.Fleiri flytja til landsins Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við stjórn landsins fyrir hartnær fjórum árum voru atvinnumálin þegar sett í forgang. Þörfin var enda brýn, eftir fordæmalaust hrun í íslensku hagkerfi þar sem 15-20 þúsund störf töpuðust. Síðan þá hefur atvinnuleysi minnkað um helming og hefur atvinnulausum fækkað um meira en 10.000. Nú eru fleiri starfandi konur en voru fyrir hrun og er atvinnuþátttaka á Íslandi ein sú mesta í heimi.Atvinnuvegafjárfesting á uppleið Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.Fjárfest fyrir um 200 milljarða Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.Orkuöflun og skapandi greinar Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.Þúsundir nýrra starfa Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.500 milljónir í uppbyggingu Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.Fleiri flytja til landsins Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun