Gervilausnir í gerviveröld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun