Krónan líklegust til að verða að bitbeini Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu á landsfundi árið 2011. Árið áður bauð Pétur Blöndal sig óvænt fram gegn sitjandi formanni. Í fyrra laut svo Hanna Birna Kristjándóttir í lægra haldi fyrir Bjarna.l Fréttablaðið/Daníe Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður. Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður.
Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira