Besta gengi Bjarna í formannskjöri Stígur Helgason skrifar 25. febrúar 2013 09:45 Formaðurinn Bjarni Benediktsson, varaformaðurinn Hanna Birna Kristjánsdóttir og Krisján Þór Júlíusson, annar varaformaður, voru að vonum ánægð með árangurinn í Laugardalshöll í gær. Mynd/Valli Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á 41. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í gær. Bjarni hlaut 939 atkvæði af 1190, eða 78,9 prósent greiddra atkvæða. Þetta er besta niðurstaða Bjarna í formannskosningu síðan hann var fyrst kjörinn árið 2009. Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 18,8 prósent atkvæða í formannskjörinu, þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér til embættisins. Séra Halldór Gunnarsson í Holti var sá eini sem bauð sig fram gegn Bjarna, en hvatti viðstadda þó í framboðsræðu sinni til að greiða Hönnu Birnu atkvæði sitt. Halldór hlaut nítján atkvæði, eða 1,6 prósent. Hanna Birna, sem er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og leiðir lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu í kosningunum til Alþingis í vor, var kjörin varaformaður með 95 prósentum greiddra atkvæða, 1.120 atkvæðum af 1.179. Hún tekur við embættinu af Ólöfu Nordal. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, var endurkjörinn annar varaformaður.Hlakkar til kosninganna „Ég segi það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég hlakka til að vinna með ykkur hverju og einu í kosningunum – í þágu heimilanna," sagði Bjarni að loknu formannskjörinu. „Við erum hér komin saman með grunngildin sem okkar leiðarljós til þess að tryggja að við getum mætt kröfum þjóðfélagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Það erum við að gera hér í dag og höfum verið að gera allan þennan landsfund, að slípa til og skerpa stefnuna. Það er að ganga vel. Við erum ekki flokkur sem hræðist skoðanaskipti. Við sköpum vettvang fyrir skoðanaskipti," sagði Bjarni. Hanna Birna var sömuleiðis bljúg þegar niðurstöður varaformannskjörsins lágu fyrir. „Ég veit varla hvað ég á að segja. Ég er hrikalega stolt og ofboðslega þakklát fyrir þennan mikla og afdráttarlausa stuðning og þá miklu vináttu og kraft sem ég finn á þessum fundi. Ég held að þetta skipti Sjálfstæðisflokkinn miklu máli, mjög miklu máli," sagði hún.Aðildarviðræðunum verði hætt Á fundinum var samþykkt tillaga frá séra Geir Waage þess efnis að aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu skyldi hætt og þeim ekki haldið áfram nema vilji til þess kæmi fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir flutti breytingartillögu við tillögur utanríkismálanefndar flokksins, sem hafði lagt til að hlé yrði gert á viðræðunum og þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um framhaldið. Benedikt Jóhannesson hvatti til að sú tillaga yrði samþykkt óbreytt, en Geir hafði betur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi þessa niðurstöðu í hádegisfréttum RÚV í gær. Hún sagði hana vera vonbrigði og að hún þrengdi stöðu flokksins. Þá leggur fundurinn til að Evrópustofu verði lokað og segir óhæfu að Evrópusambandið reki hér á landi kynningarskrifstofu.Tekist á um verðtrygginguna Verðtryggingin var einnig bitbein á fundinum. Margir urðu til þess að gagnrýna hana og áhrif hennar á fjárhag heimilanna, en aðrir bentu á að hún yrði ekki afnumin nema með ærnum kostnaði fyrir hið opinbera og líktu því meðal annars við að pissa í skóinn sinn. Að lokum fór svo að Bjarni Benediktsson lagði fram sáttatillögu um aðgerðir í húsnæðismálum og verðtrygginguna. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur," segir í tillögunni. Hún var samþykkt og kom því aldrei til þess að aðrar tillögur um verðtrygginguna sem ýmist gengu lengur eða skemur kæmu til afgreiðslu. Í stjórnmálaályktun flokksins að loknum fundinum eru fimm atriði sett á oddinn, sem sjá má hér til hliðar. Þar segir jafnframt að flokkurinn sé tilbúinn til forystu í íslensku samfélagi þar sem áherslan verði á forgangsröðun í þágu heimila og fyrirtækja. Kosningar 2013 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á 41. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í gær. Bjarni hlaut 939 atkvæði af 1190, eða 78,9 prósent greiddra atkvæða. Þetta er besta niðurstaða Bjarna í formannskosningu síðan hann var fyrst kjörinn árið 2009. Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 18,8 prósent atkvæða í formannskjörinu, þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér til embættisins. Séra Halldór Gunnarsson í Holti var sá eini sem bauð sig fram gegn Bjarna, en hvatti viðstadda þó í framboðsræðu sinni til að greiða Hönnu Birnu atkvæði sitt. Halldór hlaut nítján atkvæði, eða 1,6 prósent. Hanna Birna, sem er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og leiðir lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu í kosningunum til Alþingis í vor, var kjörin varaformaður með 95 prósentum greiddra atkvæða, 1.120 atkvæðum af 1.179. Hún tekur við embættinu af Ólöfu Nordal. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, var endurkjörinn annar varaformaður.Hlakkar til kosninganna „Ég segi það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég hlakka til að vinna með ykkur hverju og einu í kosningunum – í þágu heimilanna," sagði Bjarni að loknu formannskjörinu. „Við erum hér komin saman með grunngildin sem okkar leiðarljós til þess að tryggja að við getum mætt kröfum þjóðfélagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Það erum við að gera hér í dag og höfum verið að gera allan þennan landsfund, að slípa til og skerpa stefnuna. Það er að ganga vel. Við erum ekki flokkur sem hræðist skoðanaskipti. Við sköpum vettvang fyrir skoðanaskipti," sagði Bjarni. Hanna Birna var sömuleiðis bljúg þegar niðurstöður varaformannskjörsins lágu fyrir. „Ég veit varla hvað ég á að segja. Ég er hrikalega stolt og ofboðslega þakklát fyrir þennan mikla og afdráttarlausa stuðning og þá miklu vináttu og kraft sem ég finn á þessum fundi. Ég held að þetta skipti Sjálfstæðisflokkinn miklu máli, mjög miklu máli," sagði hún.Aðildarviðræðunum verði hætt Á fundinum var samþykkt tillaga frá séra Geir Waage þess efnis að aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu skyldi hætt og þeim ekki haldið áfram nema vilji til þess kæmi fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir flutti breytingartillögu við tillögur utanríkismálanefndar flokksins, sem hafði lagt til að hlé yrði gert á viðræðunum og þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um framhaldið. Benedikt Jóhannesson hvatti til að sú tillaga yrði samþykkt óbreytt, en Geir hafði betur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi þessa niðurstöðu í hádegisfréttum RÚV í gær. Hún sagði hana vera vonbrigði og að hún þrengdi stöðu flokksins. Þá leggur fundurinn til að Evrópustofu verði lokað og segir óhæfu að Evrópusambandið reki hér á landi kynningarskrifstofu.Tekist á um verðtrygginguna Verðtryggingin var einnig bitbein á fundinum. Margir urðu til þess að gagnrýna hana og áhrif hennar á fjárhag heimilanna, en aðrir bentu á að hún yrði ekki afnumin nema með ærnum kostnaði fyrir hið opinbera og líktu því meðal annars við að pissa í skóinn sinn. Að lokum fór svo að Bjarni Benediktsson lagði fram sáttatillögu um aðgerðir í húsnæðismálum og verðtrygginguna. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur," segir í tillögunni. Hún var samþykkt og kom því aldrei til þess að aðrar tillögur um verðtrygginguna sem ýmist gengu lengur eða skemur kæmu til afgreiðslu. Í stjórnmálaályktun flokksins að loknum fundinum eru fimm atriði sett á oddinn, sem sjá má hér til hliðar. Þar segir jafnframt að flokkurinn sé tilbúinn til forystu í íslensku samfélagi þar sem áherslan verði á forgangsröðun í þágu heimila og fyrirtækja.
Kosningar 2013 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira