Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu". Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu".
Kosningar 2013 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira