Af hverju Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun