„Blekktu samfélagið í heild“ Stígur Helgason skrifar 20. mars 2013 07:00 Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt." Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt."
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira