50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. mars 2013 06:00 Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar