Hrikalegt fylgistap hjá stjórninni Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2013 07:00 Stefanía Óskarsdóttir Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi. Kosningar 2013 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira
Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira