Uppþornuð vatnaskil Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. apríl 2013 07:00 Söngvarinn góðkunni Vilhjálmur Vilhjálmsson varar litla drenginn, í samnefndu lagi, við því að færast ekki í fang svo mikið að festu hans brotni tré. Segja má að Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefðu mátt hafa þau varnaðarorð í huga þegar flokkarnir settust í ríkisstjórn árið 2009. Metnaðarfullar hugmyndir voru uppi um að gjörbreyta samfélaginu og hreinn meirihluti vinstriflokkanna var talinn marka vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Þeirra sér ekki stað nú.Tímamót boðuð „Tímamótin sem Ísland er að fara í gegnum eru margvísleg: pólitísk, söguleg, efnahagsleg og auðvitað ekki síst, hugmyndafræðileg.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi Vinstri grænna í mars 2009. Flokkurinn sat þá í minnihlutastjórn með Samfylkingunni og stuðningi Framsóknarflokksins og skoðanakannanir sýndu að ástæða var til bjartsýni fyrir flokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar í mars 2009 og sagði við það tækifæri að upp væru að renna nýir tímar, nýrra tækifæra, jafnaðar og réttlætis. Það var heldur ekki tjaldað til einnar nætur í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þar segir að meirihluti kjósenda hafi veitt jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að leiða til öndvegis „ný gildi jafnaðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis.“Rúmlega fangfylli Kosningabaráttan 2009 bar það reyndar með sér að flokkarnir lögðu fyrst og fremst áherslu á efnahagsmál og hvernig ætti að vinna á gríðarlegum halla ríkissjóðs sem hrunið hafði skapað. Stefnuyfirlýsingin bar það hins vegar með sér að sem flestum steinum ætti að velta við. Taka átti á efnahagsvandanum, í bráð og lengd, skuldavanda heimila og fyrirtækja, skapa atvinnu, tryggja velferð til framtíðar, auka menntun, sækja fram í öllum landshlutum, gjörbreyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, efla náttúruvernd, auka lýðræði og mannréttindi, breyta stjórnkerfinu og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Gagnrýnendum fannst ríkisstjórnin færast of mikið í fang, talað var um að hún festi sig í smærri málum en gleymdi þeim stóru. Hvað sem í því er hæft er það í það minnsta skilningur margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, bæði fyrrverandi og núverandi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, sem var yfir fimmtíu prósentum í síðustu könnunum, er nú komið niður fyrir tuttugu prósent.Silja Bára Ómarsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingar.Kvarnast í sundur Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir ljóst að gríðarleg vinstrisveifla hafi orðið í kjölfar hrunsins. Flokkarnir tveir, sem hafi frekar haft væntingar um samanlagt fylgi upp á 35 til 40 prósent, hafi fengið meirihluta atkvæða og þingsæta. „Þessi sveifla er að verulegu leyti gengin til baka, en þó með nokkuð sérkennilegum hætti. Vissulega hefur verið straumur frá Vinstri grænum og Samfylkingu til Framsóknarflokksins. Eiginlega eru stjórnarflokkarnir frekar að kvarnast í sundur. Þeir eru að missa fylgi til Pírata og Bjartrar framtíðar og almennt séð til litlu flokkanna. Þótt það sé ekki mikið til hvers og eins skiptir það máli.“ Gunnar Helgi segir þetta ekki eiga við um Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Það sé ekki síður liður í gæfuleysi stjórnarflokkanna að það sé upplausn í þeirra liði. „Þá má segja að stjórnin hefði átt að fókusa betur og færast minna í fang. Það er ekki endilega tíminn til að gjörbreyta samfélaginu þegar þú þarft að vera að skera verulega mikið niður.“Evrópsk þróun Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir vandamál stjórnarflokkanna að hluta til ímyndartengd, illa takist að auglýsa verkin. Hins vegar hafi það gerst víða í Evrópu í kjölfar efnahagskreppunnar að stjórnarandstaðan hafi fengið völdin í kjölfar kosninga. „Þetta var ekki endilega uppgjör við hugmyndafræði, frekar það að sitjandi ríkisstjórnum var refsað og andstöðunni fengin völdin. Það var eðlilegt að fylgið flyttist til vinstri í kjölfar hrunsins og verkefni stjórnarflokkanna var að halda því. Þeim hefur ekki tekist að halda trúverðugleikanum og trausti fólksins.“ Kosningar 2013 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Söngvarinn góðkunni Vilhjálmur Vilhjálmsson varar litla drenginn, í samnefndu lagi, við því að færast ekki í fang svo mikið að festu hans brotni tré. Segja má að Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefðu mátt hafa þau varnaðarorð í huga þegar flokkarnir settust í ríkisstjórn árið 2009. Metnaðarfullar hugmyndir voru uppi um að gjörbreyta samfélaginu og hreinn meirihluti vinstriflokkanna var talinn marka vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Þeirra sér ekki stað nú.Tímamót boðuð „Tímamótin sem Ísland er að fara í gegnum eru margvísleg: pólitísk, söguleg, efnahagsleg og auðvitað ekki síst, hugmyndafræðileg.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi Vinstri grænna í mars 2009. Flokkurinn sat þá í minnihlutastjórn með Samfylkingunni og stuðningi Framsóknarflokksins og skoðanakannanir sýndu að ástæða var til bjartsýni fyrir flokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar í mars 2009 og sagði við það tækifæri að upp væru að renna nýir tímar, nýrra tækifæra, jafnaðar og réttlætis. Það var heldur ekki tjaldað til einnar nætur í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þar segir að meirihluti kjósenda hafi veitt jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að leiða til öndvegis „ný gildi jafnaðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis.“Rúmlega fangfylli Kosningabaráttan 2009 bar það reyndar með sér að flokkarnir lögðu fyrst og fremst áherslu á efnahagsmál og hvernig ætti að vinna á gríðarlegum halla ríkissjóðs sem hrunið hafði skapað. Stefnuyfirlýsingin bar það hins vegar með sér að sem flestum steinum ætti að velta við. Taka átti á efnahagsvandanum, í bráð og lengd, skuldavanda heimila og fyrirtækja, skapa atvinnu, tryggja velferð til framtíðar, auka menntun, sækja fram í öllum landshlutum, gjörbreyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, efla náttúruvernd, auka lýðræði og mannréttindi, breyta stjórnkerfinu og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Gagnrýnendum fannst ríkisstjórnin færast of mikið í fang, talað var um að hún festi sig í smærri málum en gleymdi þeim stóru. Hvað sem í því er hæft er það í það minnsta skilningur margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, bæði fyrrverandi og núverandi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, sem var yfir fimmtíu prósentum í síðustu könnunum, er nú komið niður fyrir tuttugu prósent.Silja Bára Ómarsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingar.Kvarnast í sundur Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir ljóst að gríðarleg vinstrisveifla hafi orðið í kjölfar hrunsins. Flokkarnir tveir, sem hafi frekar haft væntingar um samanlagt fylgi upp á 35 til 40 prósent, hafi fengið meirihluta atkvæða og þingsæta. „Þessi sveifla er að verulegu leyti gengin til baka, en þó með nokkuð sérkennilegum hætti. Vissulega hefur verið straumur frá Vinstri grænum og Samfylkingu til Framsóknarflokksins. Eiginlega eru stjórnarflokkarnir frekar að kvarnast í sundur. Þeir eru að missa fylgi til Pírata og Bjartrar framtíðar og almennt séð til litlu flokkanna. Þótt það sé ekki mikið til hvers og eins skiptir það máli.“ Gunnar Helgi segir þetta ekki eiga við um Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Það sé ekki síður liður í gæfuleysi stjórnarflokkanna að það sé upplausn í þeirra liði. „Þá má segja að stjórnin hefði átt að fókusa betur og færast minna í fang. Það er ekki endilega tíminn til að gjörbreyta samfélaginu þegar þú þarft að vera að skera verulega mikið niður.“Evrópsk þróun Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir vandamál stjórnarflokkanna að hluta til ímyndartengd, illa takist að auglýsa verkin. Hins vegar hafi það gerst víða í Evrópu í kjölfar efnahagskreppunnar að stjórnarandstaðan hafi fengið völdin í kjölfar kosninga. „Þetta var ekki endilega uppgjör við hugmyndafræði, frekar það að sitjandi ríkisstjórnum var refsað og andstöðunni fengin völdin. Það var eðlilegt að fylgið flyttist til vinstri í kjölfar hrunsins og verkefni stjórnarflokkanna var að halda því. Þeim hefur ekki tekist að halda trúverðugleikanum og trausti fólksins.“
Kosningar 2013 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira