Kosningabæklingar Dögunar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lágu á víð og dreif á matborðum Prentmets í gær, en viku fljótt fyrir bæklingum skreyttum grænu kornaxi þegar fulltrúar Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmunum gengu inn til að kynna stefnumál sín. Þau Frosti Sigurjónsson og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir dreifðu líka súkkulaði í hádegismatnum á meðan starfsmenn gæddu sér á kakósúpu og tvíbökum.
Frosti kynnti stefnumál flokksins og undirstrikaði oftar en einu sinni að hann væri nýr í pólitík og þetta væri heimur sem væri honum frekar ókunnur. Sveinbjörg tók í sama streng, en deildi meðal annars með fundargestum að hún hefði verið alin upp af rammkommúnískri móður og gallhörðum sjálfstæðismanni. Það hafi mótað hennar pólitísku afstöðu.
Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna. Háværum og nokkuð æsilegum fundi lauk í Prentmeti þegar eigandinn klappaði saman lófum og sagði fólki að fara að vinna.
Framsókn er auðvitað heitast og hentar mér vel

Sessunautur hans, Ísleifur Jakobsson, tekur í sama streng. „Mér finnst heimsóknirnar mjög góðar og geta haft áhrif á mína afstöðu. Ég ætlaði ekki að kjósa neitt en Framsókn er eini flokkurinn sem ætlar að gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin, svo þeir fá mitt atkvæði.“
Kollegarnir segja mikinn áhuga vera meðal fólks að hlusta á hvað frambjóðendurnir hafa að segja.
Mótmælti pólitískum heimsóknum með því að hunsa eigin flokk

„Mér finnst þetta alls ekki eiga heima í fyrirtækjum og þá sérstaklega ekki á matmálstímum. Ég til dæmis mætti ekki hjá mínum eigin flokki hérna um daginn til að mótmæla þessu og borðaði niðri á kaffistofu,“ segir hún. „Þetta er fáránlegt, sérstaklega svona inni í matsal þar sem fólk hefur einhvern veginn ekkert val. Ef fólk vill þetta þá á þetta að vera haldið afsíðis í fundarherbergi. Segi ég, algjör hræsnari og mæti svo á þennan fund. En ég varð að fá svör við því hvort þau gætu svarað betur í sambandi við verðtrygginguna og hvernig þau geta látið það ganga upp.“
Vigdísi fannst framsóknarfólkið hafa komið svörum sínum vel frá sér, en taldi þau hins vegar algjörlega óraunhæf. „Þau útskýrðu þetta vel, en ég kaupi þetta ekki.“ Að hennar mati er nóg komið af pólitískum áróðri í kring um komandi kosningar.

