Frasa eða framkvæmdir? Ásgeir Böðvarsson og Eyjólfur Þorkelsson og Jón Pálmi Óskarsson skrifa 22. apríl 2013 15:00 Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar