Til hamingju Hringsjá! Fanný Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun