Jöfnunarþingmennirnir gætu reynst vera of fáir Brjánn Jónasson skrifar 26. apríl 2013 07:00 Jöfnunarþingmenn eru hugsaðir til að flokkar fái þingsæti í samræmi við fylgi þeirra á landsvísu, líkt og ef landið væri allt eitt kjördæmi. fréttablaðið/valli Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka. Kosningar 2013 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira