Hagkerfin tvö Magnús Hávarðarson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun