Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar 27. apríl 2013 06:00 Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.Eldsneytisnýtnari bíll Bílaframleiðendur hafa náð ótrúlegum framförum í bættri eldsneytisnýtni og nú er svo komið að margir geta skipt bílnum sínum út fyrir nýjan, í sama stærðarflokki, sem eyðir allt að helmingi minna eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Vissulega eru uppgefnar eyðslutölur oft lægri en raunveruleikinn sýnir en það gildir líka fyrir eyðslufreka bíla. Þannig eyðir bíll með uppgefna eyðslu upp á 5 L/100 km hugsanlega 6 lítrum og 10 lítra bifreið þá 12 lítrum en munurinn er áfram 50% á hvern kílómetra. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur auðveldlega borið saman eldsneytiskostnað bíla með einföldum hætti. Þar er til dæmis reikniverk sem sýnir hvað þinn bíll kemst langt á hverjum lítra af eldsneyti. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Margir keyra um á bifreiðum sem komast um 8 km fyrir hvern keyptan lítra en gætu auðveldlega skipt yfir í jafnstóra bifreið sem kæmist 16 km fyrir sama eldsneytismagn. Það er helmings sparnaður.Betri nýtni ferða. Tilgangur samgangna er aðeins einn, þ.e. að koma einstaklingi frá einum stað til annars. Allt of fáir hafa áttað sig á að í bifreiðum eru sæti fyrir fleiri en einn. Ef maka eða vinnufélaga er boðið far, þá helmingast flutningskostnaður á hvern farþega. Ef samferðamaðurinn er í þurrari kantinum þá má alltaf kveikja á viðtækinu, en slíkur búnaður er fyrir löngu orðinn staðalbúnaður í öllum bifreiðum. Til þess að auðvelda samferðamönnum að skipta milli sín kostnaði hefur Orkusetur sett upp reiknivélina „hvað kostar ferðin?“ þar sem hægt er að setja inn skráningarnúmer bifreiðar, brottfararstað og áfangastað og upp kemur áætlaður eldsneytiskostnaður ferðarinnar, sem skipta má bróðurlega á milli farþega. Þannig er hægt að lækka eldsneytiskostnað um 50% eða meira á hvern farþega.Hjólreiðar og ganga Flestir keyra um 15.000 km á ári og ein leiðin til að lækka eldsneytiskostnað um helming er að fara um 7.500 km á ári með öðrum hætti en á bílnum. Margan hryllir við tilhugsun um að hjóla eða ganga í kulda, roki og slyddu. Það er skiljanlegt en þá vill svo skemmtilega til að veður er skaplegt á Íslandi öðru hverju og reyndar alltaf á Akureyri. Þess vegna er upplagt að ganga eða hjóla þegar veður er gott en taka bílinn þess á milli. Á samgönguvef Orkuseturs má finna tvær skemmtilegar reiknivélar sem tengjast göngu og hjólreiðum. Önnur reiknar út hversu mikið þú sparar með því að skilja bílinn þinn eftir heima og reiknar reyndar líka hitaeiningabrennsluna sem hreyfingunni fylgir. Hin reiknivélin reiknar út hvað marga kílómetra þarf að hjóla til að borga upp draumareiðhjólið. Oft er óþarfi að bíða og vonast eftir einhverjum töfralausnum stjórnmálaflokka til að ná ákveðnum markmiðum. Það er stundum undir okkur sjálfum komið að gera þær breytingar sem við viljum sjá. Merkilegust er þó sú staðreynd að ofangreindar leiðir minnka ekki einungis eldsneytiskosnað neytenda heldur minnka líka mengun og spara dýrmætan gjaldeyri, sem skilar sér svo í enn betri lífsgæðum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun