Að henda hæfileikum Heimir Eyvindarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun