„Hin breiða skírskotun“ Ingvar Gíslason skrifar 1. maí 2013 07:00 Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar