Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2013 13:15 Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum. Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum.
Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00