Borgarstjórn hrósað Dagur B. Eggertsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Tengdar fréttir Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa.
Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun