
Ríkari en Norðmenn?
Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir.
En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.
Viðskiptasjónarmið
Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga.
Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku.
Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn.
Skoðun

Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Hætt við að hækka ekki skatta á almenning
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Hver borgar brúsann?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Hvers vegna berðu kross?
Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Þannig gerum við þetta?
Ísak Ernir Kristinsson skrifar

Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Falleinkunn skólakerfis?
Helga Þórisdóttir skrifar

Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann
Margrét Reynisdóttir skrifar

Hvar er auðlindarentan?
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni
Ómar Már Jónsson skrifar

Virði barna og ungmenna
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sættir þú þig við þetta?
Jón Pétur Zimsen skrifar

Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum
Lúðvík Júlíusson skrifar

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Bragi Bjarnason skrifar

Tölum um stóra valdaframsalsmálið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna
Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar

Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Gott frumvarp, en hvað með verklagið?
Bogi Ragnarsson skrifar

Augnablikið
Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Þjóðin stendur með sjúkraliðum
Sandra B. Franks skrifar

Vegið að íslenska lífeyriskerfinu
Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar