Hversdagsþörf hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 4. júlí 2013 07:30 Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun