Tarantino fæðing Sigga Dögg skrifar 4. júlí 2013 08:00 Leið barnsins í heiminn, er að mati Siggu Daggar, aukaatriði. Foreldrahlutverkið er mesta afrekið. Nordicphotos/getty Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði. Sigga Dögg Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði.
Sigga Dögg Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira