Styðjum byggingu mosku í Reykjavík Bjarni Randver Sigurvinsson og Toshiki Toma skrifar 18. júlí 2013 06:00 Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun