Styðjum byggingu mosku í Reykjavík Bjarni Randver Sigurvinsson og Toshiki Toma skrifar 18. júlí 2013 06:00 Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun