Lars: Þrír sigrar skila pottþétt öðru sætinu í riðlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 06:00 Mynd/Anton Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira