Ágreiningur og samstarf Toshiki Toma skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun