Ágreiningur og samstarf Toshiki Toma skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun