Umferðarteppan og úthverfin Dagur B. Eggertsson skrifar 6. september 2013 00:01 Umferðarteppan sem alltaf myndast kvölds og morgna þegar skólar byrja á haustin ætti að vekja okkur til umhugsunar. Ef við höldum áfram að þróa byggðina lengra í austur mun það auka á þessa umferð og rýra lífsgæði þeirra sem búa í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Grafarvogi, ekki síður en þeim hverfum sem stofnbrautirnar liggja í gegnum. Það er vegna þess að umferð úr nýju hverfi í austri myndi bætast við umferðina um Ártúnsbrekku, Miklubraut eða Sæbraut til og frá vinnu. Viðbótarbílarnir myndu fylla göturnar, hægja á umferðinni og auka ferðatímann. Þetta eru ein sterkustu umferðarrökin fyrir því að þróa byggðina í Reykjavík inn á við og „þétta hana“. Útreikningar og reynsla sýna að það er eina leiðin til að draga úr umferð, mengun og ferðatíma innan borgarinnar. Ástæðan er sú að stærstu vinnustaðirnir og skólarnir eru á miðborgarsvæðinu. Þétting byggðar styttir meðalferðina milli heimilis og vinnu og minnkar þannig heildarumferðina á höfuðborgarsvæðinu. Með þéttingu byggðar er verið að verja lífsgæði þeirra sem búa í okkar góðu úthverfum og komið í veg fyrir alvöru umferðarsultu framtíðarinnar. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé öfugt. Að þétting byggðar sé vond fyrir austari hluta borgarinnar. Einfalt dæmi sýnir að þetta er rangt: hvað myndi gerast ef við myndum bæta 25.000 manna byggð við á landfyllingum í sjónum vestan við Seltjarnarnes og beina umferðinni úr því hverfi eftir núverandi götum á nesinu? Jú, umferðin myndi aukast og stíflast og Seltirningar fyndu sannarlega fyrir því. Þetta er nákvæmlega eins fyrir Árbæ, Breiðholt, Grafarholt eða Grafarvog ef við bætum við nýjum 25.000 manna hverfum austan við þessi hverfi. Áframhaldandi útþensla byggðar er ógn við þau miklu lífsgæði sem úthverfi Reykjavíkur bjóða. Þess vegna er stefnt að því að þróa borgina inn á við í nýju aðalskipulagi, og þess sérstaklega gætt að það sé ekki gert á kostnað grænna svæða. Græn svæði eru lungu borgarinnar sem við eigum að standa saman um að verja til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umferðarteppan sem alltaf myndast kvölds og morgna þegar skólar byrja á haustin ætti að vekja okkur til umhugsunar. Ef við höldum áfram að þróa byggðina lengra í austur mun það auka á þessa umferð og rýra lífsgæði þeirra sem búa í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Grafarvogi, ekki síður en þeim hverfum sem stofnbrautirnar liggja í gegnum. Það er vegna þess að umferð úr nýju hverfi í austri myndi bætast við umferðina um Ártúnsbrekku, Miklubraut eða Sæbraut til og frá vinnu. Viðbótarbílarnir myndu fylla göturnar, hægja á umferðinni og auka ferðatímann. Þetta eru ein sterkustu umferðarrökin fyrir því að þróa byggðina í Reykjavík inn á við og „þétta hana“. Útreikningar og reynsla sýna að það er eina leiðin til að draga úr umferð, mengun og ferðatíma innan borgarinnar. Ástæðan er sú að stærstu vinnustaðirnir og skólarnir eru á miðborgarsvæðinu. Þétting byggðar styttir meðalferðina milli heimilis og vinnu og minnkar þannig heildarumferðina á höfuðborgarsvæðinu. Með þéttingu byggðar er verið að verja lífsgæði þeirra sem búa í okkar góðu úthverfum og komið í veg fyrir alvöru umferðarsultu framtíðarinnar. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé öfugt. Að þétting byggðar sé vond fyrir austari hluta borgarinnar. Einfalt dæmi sýnir að þetta er rangt: hvað myndi gerast ef við myndum bæta 25.000 manna byggð við á landfyllingum í sjónum vestan við Seltjarnarnes og beina umferðinni úr því hverfi eftir núverandi götum á nesinu? Jú, umferðin myndi aukast og stíflast og Seltirningar fyndu sannarlega fyrir því. Þetta er nákvæmlega eins fyrir Árbæ, Breiðholt, Grafarholt eða Grafarvog ef við bætum við nýjum 25.000 manna hverfum austan við þessi hverfi. Áframhaldandi útþensla byggðar er ógn við þau miklu lífsgæði sem úthverfi Reykjavíkur bjóða. Þess vegna er stefnt að því að þróa borgina inn á við í nýju aðalskipulagi, og þess sérstaklega gætt að það sé ekki gert á kostnað grænna svæða. Græn svæði eru lungu borgarinnar sem við eigum að standa saman um að verja til framtíðar.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun