Illugi tekinn á beinið Elín Albertsdóttir skrifar 9. október 2013 18:00 Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu. Stóru málin Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu.
Stóru málin Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira