Sækjum til sigurs í Osló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna í gær. Mynd/Vilhelm „Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
„Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira