Ólík kynlífslöngun snúið vandamál Sigga Dögg skrifar 31. október 2013 07:00 Ólík kynlífslöngun í samböndum er snúið mál og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir. Sigga Dögg Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir.
Sigga Dögg Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning