Við hlökkum til næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum en hún skoraði í fyrsta leik sínum sem fyrirliði liðsins. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira