Viðreisn Landspítala: Tíminn á þrotum Sex læknar við Landspítalann skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Margra ára niðurskurður hefur þrengt svo að starfsemi Landspítala að nú ríkir neyðarástand á sumum starfseiningum. Sérhæft starfsfólk hefur gefist upp og leitað annað eftir vinnu. Ungir læknar ráða sig ekki til starfa vegna óhóflegs vinnuálags og skorts á kennslu. Tæki eru úr sér gengin og húsnæðið úrelt. Læknanemar og nemar í öðrum greinum heilbrigðisvísinda geta að óbreyttu ekki hugsað sér að Landspítali verði þeirra framtíðarvinnustaður. Framtíð Landspítala og íslenskrar heilbrigðisþjónustu er í uppnámi. Því miður var þessi mikli vandi að mestu fyrirsjáanlegur og dapurlegt að ekki skyldi vera brugðist við fjölda vísbendinga um síversnandi stöðu spítalans fyrir löngu. Enginn vafi leikur á að fjármögnun Landspítala hefur verið ábótavant í mörg ár. En vandinn er mun umfangsmeiri. Að okkar mati er einnig um kerfislægan vanda í íslensku samfélagi að ræða sem varðar innviði og umgjörð heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þar ber hæst skort á skýrri stefnu og fjármögnun, ófullnægjandi þjónustustýringu og stundum ómarkvissa nýtingu fjármuna. Botninum er vonandi náð á Landspítala og tími endurreisnar runninn upp. Allir sem hlut eiga að máli verða að taka höndum saman ef ekki á illa að fara. En hvað er til ráða?Stjórnvöld skilgreini aðgerðir Við teljum að skilgreina þurfi aðgerðaáætlun sem felur í sér eftirfarandi: 1) Stjórnvöld verða tafarlaust að lýsa því yfir að hafin sé endurreisn Landspítala. Ella öðlast starfsfólk Landspítala ekki trú á lausn þessa krefjandi verkefnis sem framundan er og nýir læknar munu ekki ráða sig til starfa þar sem þörfin er mest, t.d. á lyflækningasviði og myndgreiningardeild. 2) Tryggja verður Landspítalanum nægilegt fjármagn til uppbyggingar og rekstrar. Bæta þarf aðbúnað sjúklinga og aðstöðu starfsfólks til að sinna sjúklingunum. Sérlega er aðkallandi að endurnýja úreltan tækjakost spítalans. Lágmarks fjármagn til tækjakaupa á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis er almennt 3-5% af rekstrafé. Það samsvarar um 1-1,5 milljarða króna á ári á Landspítala. Þó er ljóst að nú þegar þarf mun hærri upphæð til að koma tækjakosti spítalans í viðunandi horf eftir margra ára niðurskurð til tækjakaupa. Að öðrum kosti verður að skilgreina hvaða hluta starfsemi LSH á að leggja niður eða jafnvel flytja úr landi. Sú hugmynd að fljúga með veikt fólk til útlanda til meðferðar hugnast okkur ekki, sérstaklega þegar hægt er að veita þessa meðferð hér á landi. Rekstrarleg hagkvæmni verður þó áfram að vera í fyrirrúmi. Þá er löngu tímabært að fjármögnun Landspítala taki mið af unnum verkum og að tekjur til einstakra þátta starfseminnar endurspegli þau verk sem þar eru unnin. 3) Hlúa þarf betur að mannauði spítalans. Landspítalinn verður að bregðast við endurteknum könnunum mannauðssviðs og verða góður vinnustaður. Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt nema með vel menntuðu starfsfólki sem er stolt af sínu starfi og líður vel í vinnunni. Í hvert sinn sem starfsmaður segir upp og flytur úr landi tapast mikill mannauður og fjárfesting. Þannig verður íslenskt samfélag fyrir miklu, og stundum óbætanlegu tjóni. Þekking og ómetanleg reynsla fer forgörðum. Bæta þarf starfskjör og skapa þarf svigrúm til að umbuna starfsfólki fyrir mikið vinnuálag. Einnig þurfa starfsmenn að geta þróað starfsferil sinn og axlað aukna ábyrgð svo að hæfileikar hvers og eins fái notið sín. Starfsánægja og góð vinnuaðstaða eru ekki síður mikilvægir þættir í þessu sambandi en bætt launakjör. 4) Lagfæra þarf húsnæði Landspítala og endurskipuleggja starfsemina í Fossvogi og við Hringbraut. Forsenda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík um síðustu aldamót var að starfsemi þeirra flyttist innan fárra ára í nýja byggingu þar sem öll starfsemi væri undir sama þaki. Ekkert hefur orðið af byggingu nýs spítala og óljóst hvenær af því verður. Dreifð starfsemi í 17 byggingum, sem sumar eru rúmlega 80 ára gamlar, stendur spítalanum fyrir þrifum. Því er brýnt að grípa til ráðstafana hvað húsnæði spítalans varðar og endurskipuleggja starfsemina þar til nýr spítali verður að veruleika. 5) Endurskoða verður frá grunni innra skipulag Landspítala og skapa umgjörð sem gerir starfsfólki kleift að bjóða upp á framúrskarandi klíníska þjónustu. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fjölgun aldraðra og síaukin byrði vegna langvinnra sjúkdóma hefur leitt til mikilla breytinga á daglegum verkefnum sjúkrahússins. 6) Hefja verður háskólahlutverk Landspítalans til vegs og virðingar. Háskólasjúkrahús hefur þríþættu hlutverki að gegna; að veita sjúkum þjónustu, mennta nemendur í heilbrigðisvísindum og sinna vísindarannsóknum. Engan af þessum þáttum má vanrækja, ella blasir hnignun við. Sérstaklega þarf að rækta hlutverk framhaldsmenntunar Landspítalans í stærstu greinum læknisfræðinnar. Þetta er brýnt því auk þess að leggja stund á sérnám eru námslæknar mikilvægir starfskraftar á spítalanum. Öflug framhaldsmenntun hér á landi er auk þess forsenda nægilegrar nýliðunar.Fyrsta skrefið að viðurkenna vandann Við teljum að unnt sé að reisa Landspítala við með samhentu átaki heilbrigðisyfirvalda, stjórnenda og starfsmanna stofnunarinnar. Ráðherra heilbrigðismála og fulltrúar fagstétta verða að standa í stafni og fara fyrir þessu mikilvæga verkefni. Fyrsta skrefið er að stjórnvöld viðurkenni vandann og lýsi því yfir að viðreisn Landspítala sé hafin. Karl Andersen, prófessor á hjartadeild LSH Engilbert Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á geðsviði LSH Friðbjörn Sigurðsson, yfirlæknir á almennri lyflækningadeild LSH Runólfur Pálsson, yfirlæknir á nýrnalækningadeild LSH Margrét Jóna Einarsdóttir, deildarlæknir á lyflækningasviði LSH Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á skurðdeild LSH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Margra ára niðurskurður hefur þrengt svo að starfsemi Landspítala að nú ríkir neyðarástand á sumum starfseiningum. Sérhæft starfsfólk hefur gefist upp og leitað annað eftir vinnu. Ungir læknar ráða sig ekki til starfa vegna óhóflegs vinnuálags og skorts á kennslu. Tæki eru úr sér gengin og húsnæðið úrelt. Læknanemar og nemar í öðrum greinum heilbrigðisvísinda geta að óbreyttu ekki hugsað sér að Landspítali verði þeirra framtíðarvinnustaður. Framtíð Landspítala og íslenskrar heilbrigðisþjónustu er í uppnámi. Því miður var þessi mikli vandi að mestu fyrirsjáanlegur og dapurlegt að ekki skyldi vera brugðist við fjölda vísbendinga um síversnandi stöðu spítalans fyrir löngu. Enginn vafi leikur á að fjármögnun Landspítala hefur verið ábótavant í mörg ár. En vandinn er mun umfangsmeiri. Að okkar mati er einnig um kerfislægan vanda í íslensku samfélagi að ræða sem varðar innviði og umgjörð heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þar ber hæst skort á skýrri stefnu og fjármögnun, ófullnægjandi þjónustustýringu og stundum ómarkvissa nýtingu fjármuna. Botninum er vonandi náð á Landspítala og tími endurreisnar runninn upp. Allir sem hlut eiga að máli verða að taka höndum saman ef ekki á illa að fara. En hvað er til ráða?Stjórnvöld skilgreini aðgerðir Við teljum að skilgreina þurfi aðgerðaáætlun sem felur í sér eftirfarandi: 1) Stjórnvöld verða tafarlaust að lýsa því yfir að hafin sé endurreisn Landspítala. Ella öðlast starfsfólk Landspítala ekki trú á lausn þessa krefjandi verkefnis sem framundan er og nýir læknar munu ekki ráða sig til starfa þar sem þörfin er mest, t.d. á lyflækningasviði og myndgreiningardeild. 2) Tryggja verður Landspítalanum nægilegt fjármagn til uppbyggingar og rekstrar. Bæta þarf aðbúnað sjúklinga og aðstöðu starfsfólks til að sinna sjúklingunum. Sérlega er aðkallandi að endurnýja úreltan tækjakost spítalans. Lágmarks fjármagn til tækjakaupa á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis er almennt 3-5% af rekstrafé. Það samsvarar um 1-1,5 milljarða króna á ári á Landspítala. Þó er ljóst að nú þegar þarf mun hærri upphæð til að koma tækjakosti spítalans í viðunandi horf eftir margra ára niðurskurð til tækjakaupa. Að öðrum kosti verður að skilgreina hvaða hluta starfsemi LSH á að leggja niður eða jafnvel flytja úr landi. Sú hugmynd að fljúga með veikt fólk til útlanda til meðferðar hugnast okkur ekki, sérstaklega þegar hægt er að veita þessa meðferð hér á landi. Rekstrarleg hagkvæmni verður þó áfram að vera í fyrirrúmi. Þá er löngu tímabært að fjármögnun Landspítala taki mið af unnum verkum og að tekjur til einstakra þátta starfseminnar endurspegli þau verk sem þar eru unnin. 3) Hlúa þarf betur að mannauði spítalans. Landspítalinn verður að bregðast við endurteknum könnunum mannauðssviðs og verða góður vinnustaður. Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt nema með vel menntuðu starfsfólki sem er stolt af sínu starfi og líður vel í vinnunni. Í hvert sinn sem starfsmaður segir upp og flytur úr landi tapast mikill mannauður og fjárfesting. Þannig verður íslenskt samfélag fyrir miklu, og stundum óbætanlegu tjóni. Þekking og ómetanleg reynsla fer forgörðum. Bæta þarf starfskjör og skapa þarf svigrúm til að umbuna starfsfólki fyrir mikið vinnuálag. Einnig þurfa starfsmenn að geta þróað starfsferil sinn og axlað aukna ábyrgð svo að hæfileikar hvers og eins fái notið sín. Starfsánægja og góð vinnuaðstaða eru ekki síður mikilvægir þættir í þessu sambandi en bætt launakjör. 4) Lagfæra þarf húsnæði Landspítala og endurskipuleggja starfsemina í Fossvogi og við Hringbraut. Forsenda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík um síðustu aldamót var að starfsemi þeirra flyttist innan fárra ára í nýja byggingu þar sem öll starfsemi væri undir sama þaki. Ekkert hefur orðið af byggingu nýs spítala og óljóst hvenær af því verður. Dreifð starfsemi í 17 byggingum, sem sumar eru rúmlega 80 ára gamlar, stendur spítalanum fyrir þrifum. Því er brýnt að grípa til ráðstafana hvað húsnæði spítalans varðar og endurskipuleggja starfsemina þar til nýr spítali verður að veruleika. 5) Endurskoða verður frá grunni innra skipulag Landspítala og skapa umgjörð sem gerir starfsfólki kleift að bjóða upp á framúrskarandi klíníska þjónustu. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fjölgun aldraðra og síaukin byrði vegna langvinnra sjúkdóma hefur leitt til mikilla breytinga á daglegum verkefnum sjúkrahússins. 6) Hefja verður háskólahlutverk Landspítalans til vegs og virðingar. Háskólasjúkrahús hefur þríþættu hlutverki að gegna; að veita sjúkum þjónustu, mennta nemendur í heilbrigðisvísindum og sinna vísindarannsóknum. Engan af þessum þáttum má vanrækja, ella blasir hnignun við. Sérstaklega þarf að rækta hlutverk framhaldsmenntunar Landspítalans í stærstu greinum læknisfræðinnar. Þetta er brýnt því auk þess að leggja stund á sérnám eru námslæknar mikilvægir starfskraftar á spítalanum. Öflug framhaldsmenntun hér á landi er auk þess forsenda nægilegrar nýliðunar.Fyrsta skrefið að viðurkenna vandann Við teljum að unnt sé að reisa Landspítala við með samhentu átaki heilbrigðisyfirvalda, stjórnenda og starfsmanna stofnunarinnar. Ráðherra heilbrigðismála og fulltrúar fagstétta verða að standa í stafni og fara fyrir þessu mikilvæga verkefni. Fyrsta skrefið er að stjórnvöld viðurkenni vandann og lýsi því yfir að viðreisn Landspítala sé hafin. Karl Andersen, prófessor á hjartadeild LSH Engilbert Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á geðsviði LSH Friðbjörn Sigurðsson, yfirlæknir á almennri lyflækningadeild LSH Runólfur Pálsson, yfirlæknir á nýrnalækningadeild LSH Margrét Jóna Einarsdóttir, deildarlæknir á lyflækningasviði LSH Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á skurðdeild LSH
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar