Íslensk verslun biður um „bailout“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun