Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir og Sigurður Hannesson skrifa 2. desember 2025 14:02 Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Sigurður Hannesson Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun