Var þetta allt „og“ sumt? Almar Guðmundsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar